Hvers vegna dáleiðsla?
Sviðsdáleiðsla er frábær skemmtun fyrir flest tilefni. Á dáleiðslusýningum getur allt gerst, þátttakendur ýmist gleyma nafninu sínu, dansa eins og klappstýrur eða gagga eins og hænur! Hugsanalestur er alla jafna notað í bland við dáleiðsluna til að auka skemmtanagildi sýningarinnar. Sýningin hefur húmor að leiðarljósi en það sem mestu máli skiptir er að allir skemmti sér, bæði áhorfendur og þátttakendur!
Dáleiðsla og hugsanalestur er fullkomin sýning fyrir framhaldsskóla og háskóla, vinnustaðaskemmtanir, einka samkvæmið, og svo margt fleira!
Um mig
Ég heiti Alex Leó Kristinsson og hef sinnt sviðslistavinnu í um það bil 15 ár. Ég byrjaði mjög ungur að iðka leiklist og fór svo seinna meir á leiklistarbraut í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Stuttu eftir að ég byrjaði í leiklistarskóla sem barn lærði ég töfrabrögð og hef síðan þá komið fram víða, ýmist sem töframaður eða leikari, og nú stíg ég einnig á stokk sem dávaldur! Ég fór á námskeið hérlendis til að læra undirstöðuatriðin í meðferðardáleiðslu en hef einnig sótt margskonar aðra kennslu erlendis. Einnig er ég meðlimur í alþjóðlega sviðsdáleiðara-félaginu ISHA sem hægt er lesa nánar um neðst á síðunni.